Seðlabanki Evrópu var að ljúka fundi þar sem hann ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum á evrusvæðinu.

Greiningaraðilar búast við því að seðlabankinn haldi opnum þeim möguleika að auka við eignakaupaáætlun bankans eins og greint var frá nú í morgun.

Markaðir í Evrópu hafa verið rólegir í morgun meðan beðið var eftir ákvörðun bankans og engar stórar breytingar urðu eftir að Seðlabankinn tilkynnti um ákvörðunina.