Gengi hlutabréfa í Asíu lækkaði almennt lítillega í nótt þrátt fyrir að japanski seðlabankinn hafi haldið stýrivöxtum óbreyttum í 0,1% og bankastjórnin lýst því yfir að áfram verði stutt við efnahagslíf landsins. Þá bárust jákvæðar fréttir frá Kína en framleiðsluvísitalan þar í landi hefur aukist nokkuð síðastliðið eitt og hálf ár. Aðgerðir bandaríska seðlabankans og óvissa um það hvernig bankinn hætti stuðningi sínum vóg hins vegar þyngra og hafði neikvæð áhrif á asíska fjármálamarkaði.

Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði um 0,9%. Fjárfestar virðast hins vegar tvístígandi í Evrópu. FTSE vístialan hækkaði örlítið í byrjun dags en DAX-vísitalan í Þýskalandi lækkaði.