Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu
© AFP (AFP)
Stýrivextir Seðlabanka Evrópu verða óbreyttir í 1,50%. Þetta var ákveðið á peningastefnufundi bankans. Búist var við því að stýrivextir myndu haldast óbreyttir þar sem þeir hafa verið hækkað tvisvar á þessu ári af því er fram kemur í frétt Financial Times.

Þá hélst Englandsbanki stýrivöxtum sínum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi sínumí dag. Vextirnir verða áfram 0,50% og er þetta 29. mánuðurinn í röð þar sem stýrivextir bankans haldast í þessu stigi. Á fundinu var einnig ákveðið að dæla fé í hagkerfið til að örva efnahagsmál í Bretlandi. Hagvöxtur Bretlands var einungis 0,2% á örðum ársfjórðungi 2011.