Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Þetta er í takt við það sem greiningardeildir bankanna hafa spáð fyrir í aðdraganda þessara ákvörðunar.

Samkvæmt tilkynningu Seðlabankans um ákvörðunina eru horfur á nokkru meiri hagvexti í ár en Seðlabankinn spáði í maí, en horfur fyrir árin 2013 og 2014 eru á heildina litið svipaðar. Batinn á vinnumarkaði hefur einnig reynst meiri en spáð var og  efnahagsbatinn verður því æ skýrari samkvæmt tilkynningunni.