Seðlabanki Japans lækkaði stýrivexti í -0,1 í nótt. Bankinn hefur ekki breytt stýrivöxtunum í rúm 5 ár, eða frá október 2010

Mjótt var á mununum í kosningunni um vaxtabreytinguna í bankanum. Fimm voru fylgjandi lækkun, fjórir á móti.

Bankinn sagði í tilkynningu að hann útiloki ekki frekari lækkun stýrivaxta.

Ástæða lækkuninnar er sú sama og hjá mörgum seðlabönkum þessa dagana, að ná verðbólgu upp, en verðbólgumarkmið japanska seðlabankans er 2%.