Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýrivöxtum bankans nú.

Þeir verða áfram 15,5%. Rökin fyrir óbreyttum vöxtum verða kynnt kl. 11 í dag.

Greiningadeildir Kaupþings og Landsbankans höfðu þegar spáð því að stýrivextir myndu haldast óbreyttir. Greining Glitnis hafði spáð því að stýrivextir myndu hækka um 0,25 stig en spá þeirra var þó lögð fram með þeim fyrirvara að stýrivextir kynnu að haldast óbreyttir.

Allar greiningadeildirnar hafa spáð því að vaxtahækkunarferli bankans sé nú lokið og með haustinu verði stýrivextir lækkaðir og það nokkuð hratt en í spám þeirra kemur fram að verðbólgan muni einnig hjaðna.

Næsta reglulega ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um stýrivexti verður birt fimmtudaginn 3. júlí n.k. samhliða útgáfu Peningamála.