Fáar lystisemdir eru jafn fágætar og eftirsóttar eins og alvöru kavíar úr styrjuhrognum. Öfugt við ýmis þekkt heiti á borð við kampavín eða koníak, sem bundin eru við að varan komi frá ákveðnu landsvæði, hefur kavíar úr styrjuhrognum aldrei verið varinn gegn eftirlíkingum og því er erfitt fyrir neytendur að átta sig á hvað er ekta og hvað ekki. Íslenski framburðurinn á kavíar virðist svipa nokkuð til „khavjar“ eða „kraftkaka“ frá tímum Aust-Róm- verska keisaradæmisins.

Lifa í Kaspíahafi

Styrjur lifa villtar nánast eingöngu í Kaspíahafi á landamærum Írans og Rússlands eftir að hafa verið útrýmt víðast hvar með ofveiði. Áður fyrr skiptust þessi tvö lönd á að stjórna veiðinni meira og minna með pólitískum og trúarlegum útdeilingum veiði- og söluheimilda.

Eignarréttur veiðiheimilda var vitaskuld óþekkt enda óumdeilt í löndunum tveimur að auðlindir ættu að vera í „þjóðareigu“. Það hugtak er illa skilgreint og veruleikinn var sá að veiði- og vinnslu- heimildir voru í raun undir stjórn embættismanna.

Eftir hrun Sovétríkjanna 1991 leystist eldra kerfi í raun upp þegar Azerbaijan, Kazakhstan og Turkmenistan bættust í hópinn og útdeil- ing aflaheimilda færðist á hendur enn fleiri stjórnmálamanna með veldisdrifinni aukningu í spillingu. Í framhaldi af háværum kröfum um „betra eftirlit“ í stað t.d. markaðslausna tóku Sameinuðu þjóðirnar upp veiðieftirlit í umsjá CITES-stofnunarinnar. Því fylgdi enn aukinn veiðiþjófnaður og svartamarkaðsbrask.

Nánar er fjallað um styrjuhrognin í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.