Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir í viðtali við Morgunblaðið að verð nýrra bíla geti lækkað um hundruð þúsunda sökum gengisstyrkingar. „Það er öruggt að gengisstyrkingin mun leiða til verðlækkunar. Verð nýrra bíla hreyfist mjög línulega eftir gengi krónunnar.“

Egill bendir á að 6-7% styrking á krónunni geti skilað 300 þúsund króna verðlækkun á fimm milljóna króna bíl og 600 þúsund króna lækkun á tíu milljóna króna bíl. Meðalverð seldra bíla hjá Brimborg séu um 4-5 milljónir. Hins vegar sé spurning hvað umboðin eigi stóran lager af bílum sem greiddir voru á óhagstæðara verði og því hversu mikið svigrúm er til verðlækkana.

Egill segir að gengið sé sá þáttur sem hefur mest áhrif á bílasölu á Íslandi og að Brimborg hafi fyrr á þessu ári tekið ákvörðun um að hafa lítill lager. Því ætti styrking krónunnar að „skila sér miklu hraðar út í verðlagið.“

Krónan hefur styrkts um 12% gagnvart Bandaríkjadollara á síðasta mánuði. Dollarinn fæst nú á 126 krónur en kostnaði ríflega 140 krónur í upphafi nóvember. Krónan hefur á sama tíma styrkst um sjö prósent á síðasta mánuði. Hún fæst nú á 153 krónur en fékkst á 164 krónur í upphafi nóvember.