Í bili virðist vera styrkingarhugur í krónu, hvað sem gerist á næstunni og hefur hún styrkst um 1% í morgun á fyrsta degi flotsins.

Einn sérfræðingur sem Viðskiptablaðið ræddi við sagðist vera tiltölulega bjartsýnn fyrir næstu vikur, en viðurkenndi fúslega að óvissan væri mikil, enda aðstæður um þessar mundir í rauninni fordæmalausar.

,,Það eru a.m.k. takmörk fyrir eftirspurn á gjaldeyri þegar enginn má kaupa hann nema helst til innflutnings eða afborgana á lánum og slíku. Eina leiðin til að krónan veikist er að framboðið verði enn minna, sem er ólíklegt til lengdar nema menn finni einhverja leið fram hjá reglum Seðlabankans," sagði heimildarmaður blaðsins.