Ríkisendurskoðun er ekki sátt við vinnubrögð forsætisráðuneytisins við umdeilda úthlutun á 205 milljónum króna til verkefna víða um land sem lúta að húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. Tæpur helmingur fjárins eða 97 milljónir krona fer til verkefna í kjördæmi forsætisráðherra í NA-kjördæmi. Styrkirnir eru ekki auglýstir til umsóknar.

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir í samtali við Fréttablaðið það hafa löngum verið afstöðuna varðandi svona styrki og úthlutanir að allir sjóðir sem eru með sama hætti á vegum stofnana ríkisins eða ráðuneyta eigi að sæta sömu meðferð. Gæta þurfi jafnræðis.

Sveinn segir vinnubrögðin vera öðruvísi en hann hafi áður vanist. „En við höfum samt í gegnum tíðina verið að finna að því að menn séu að úthluta úr svona fjárveitingu ríkisins þar sem menn sitja ekki við sama borð. Það hefur áður komið fram í athugasemdum okkar við ráðuneytin.“