Hótelrekendur á höfuðborgarsvæðinu eru almennt mjög jákvæðir í garð nýja Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Er þess vænst að húsið laði að erlenda ráðstefnugesti og þar með viðskiptavini fyrir hótelin sem búa mörg við mjög lélega nýtingu utan
háannatímans á sumrin.

Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavík, telur ekki veita af þar sem meðaltalsnýting á gistirými hótelanna sé nú komin undir 60%. Kristján og fleiri kollegar hans eru sammála um að sá ávinningur yfirvinni þann mögulega skaða sem hótelin verði fyrir við að missa hluta af fundum og minni ráðstefnur yfir til Hörpu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.