Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti í vikunni fyrir frumvarpi um framlengingu á aðgerðum sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Nú þegar hafa hátt í 13 milljarðar króna verið greiddir til rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli af faraldrinum og þá hafa rúmlega 2,4 milljarðar verið greiddir í lokunarstyrki. Markmið aðgerðanna er að verja grunnstoðir samfélagsins, vernda afkomu fólks og fyrirtækja og tryggja efnahag Íslands öfluga viðspyrnu.

Sjá einnig: Geta áfram nýtt séreign skattfrjálst

Frumvarpið er hluti aðgerða sem hafa það að markmiði að styðja einstaklinga og rekstraraðgerða. Aðgerðirnar fela einnig í sér nýja ferðagjöf, framlengingu á úttekt séreignasparnaður, hliðrun á endurgreiðslutímatíma stuðningslána, eingreiðslu til langtímaatvinnulausra, aukin framlög til geðheilbrigðismála og aukinna lána til námsmanna. Alls hafa 80 milljarðar verið greiddir í stuðning vegna faraldursins undanfarna mánuði.