Fasteignasalan Eignatorg gerði í byrjun árs 2012 samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg um stuðning við björgunarstarf.

Gunnar Stefánnson, sviðstjóri hjá Landsbjörg, segir að stuðningur af þessu tagi sé mikilvægur starfi Slysavarnafélagsins en þar sé um að ræða samstarf sem hjálpar til við að tryggja rekstrargrundvöll Landsbjargar.

Í tilkynningu kemur fram að Eignatorg leggur fasta fjárhæð í rekstrarsjóð Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar fasteign hefur verið seld og hefur uppskera af fyrsta hluta þessa samnings þegar verið greidd til Landsbjargar. Eignatorg færði Landsbjörg 570.000 krónur í byrjun ársins á grundvelli samningsins sem er til þriggja ára en Eignatorg greiðir tvisvar á ári til félagsins.