Í minnisblaði sem innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, bar fyrir ríkisstjórnina í morgun kemur fram að mikil fjölgun ferðamanna kalli á auknar fjárheimildir til stuðnings Isavia og lögreglunnar.

Í minnisblaðinu segir meðal annars að til þess að mæta auknu álagi síðustu ár hafi Isavia lagt til talsverða fjármuni auk þess sem sérstakir landamæraverðir hafi verið ráðnir til starfa. Þessar aðgerðir hafa þá dregið úr kostnaði en þó þurfi meira til svo að viðunandi þjónustu á Leifsstöð sé haldið uppi.

Viðskiptaáætlanir flugfélaga sem fljúga hér í gegn gera þá ráð fyrir því að stutta stund þurfi til að afgreiða þá farþega sem millilenda frá Bandaríkjunum á leið sinni til Evrópu. Ef of mikið álag verður til þess að hægist á starfsemi flugvallarins getur það komið niðri á flugáætlunum flugfélaganna.

Meðal annars er ráð gert fyrir því að um 25 milljónir króna verði nýttar til þess að styrkja landamæraeftirlit á Seyðisfirði og Egilsstöðum með þeirri 400 milljóna króna fjárveitingu sem lögreglumál fengu í fjárlögum.