*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Erlent 3. júní 2015 08:19

Styrktaraðilar fagna afsögn Blatters

Greint er frá því að spjót FBI beinist ekki síst að Sepp Blatter, forseta FIFA, sem tilkynnti um afsögn sína í gær.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Margir styrktaraðilar FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, hafa lýst því yfir að þeir fagni afsögn Sepp Blatter, forseta sambandsins, sem hann tilkynnti um síðdegis í gær. Þetta kemur fram í frétt BBC News.

Meðal þeirra styrktaraðila sem hafa gefið frá sér slíka yfirlýsingu eru Coca-Cola, Visa og McDonald's. Fyrirtækin höfðu öll gefið út, eftir handtöku stjórnenda FIFA í síðustu viku, að þau myndu endurskoða samninga sína gagnvart sambandinu ef ekki yrðu gerðar breytingar á stjórn þess.

Blatter tilkynnti óvænt um afsögn sína í gær, en hann hafði fram að því neitað að segja af sér frá því að málið kom upp í síðustu viku og var endurkjörinn forseti sambandsins síðasta föstudag. Nú greina fjölmiðlar ytra frá því að spjót bandarísku alríkislögreglunnar, sem fer með rannsókn málsins, beinist að Blatter og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að segja af sér.

Stikkorð: FIFA Sepp Blatter
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is