Aðildarmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) geta nú ekki lengur sótt styrki vegna gleraugnakaupa, líkamsræktarkorta, sjúkraþjálfunar eða annars slíks sem tíðkast hefur hjá flestum stéttarfélögum. Ástæðan er bág fjárhagsstaða styrktar- og sjúkrasjóðs félagsins.

Aðildarmönnum félagsins var í liðnum mánuði gerð grein fyrir þeirri ákvörðun stjórnar sjóðanna að láta af styrkveitingum vegna annarra útgjalda en sjúkradagpeninga og fæðingarstyrks.

„Sjóðsstjórn þótti óábyrgt að halda áfram að safna halla,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Fíh. „Það var því ákveðið að grípa til róttækra aðgerða í ár.“

„Tap sjóðanna árið 2012 nam samtals 16,7 milljónum króna. Sjóðirnir hafa ekki getað greitt Félagssjóði Fíh fyrir umsýslu vegna sjóðanna frá stofnun þeirra árið 2010. Heildarskuldir sjóðanna við Vinnudeilusjóð og Félagssjóð Fíh eru því nú um 89 milljónir króna,“ segir í bréfinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.