Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, segist feginn því að mál hans sé loks búið. Styrmir var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi sparissjóðsstjóra Byrs, og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðssins, í Exeter-málinu svokallaða.

Exeter-málið snerist um 1,1 milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding frá október til desember 2008. Féð var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka og félagi í eigu Ragnars og síðan af Jóni Þorsteini.