Hagnaður Fjárfestingarfélagsins Atorku hf liðlega sexfaldaðist á milli ára og óhætt að segja að félagið hafi tekið stakkaskiptum. Til að ræða þessar miklu breytingar og hvað framundan er hjá Atorku kemur Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri félagsins, í Viðskiptaþáttinn á Útvarpi Sögu (99,4) í dag.

Fleiri fyrirtæki hyggjast auka fjárfestingar sínar á árinu en á sama tíma í fyrra, samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja. Gústaf Adolf Skúlason forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins greinir frá niðurstöðunum í þættinum í dag.

Er íslenska krónan ofmetin? Það er í það minnsta niðurstaða greiningardeildar Íslandsbanka sem hélt morgunverðarfund í morgun um málið. Ingvar Arnarsson sérfræðingur greiningardeildar kemur í Viðskiptaþáttinn.