Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP Banka, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti í Exeter-málinu svokallaða.

Exeter-málið snerist um 1,1 milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding frá október til desember 2008. Féð var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka og félagi í eigu Ragnars og síðan af Jóni Þorsteini. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik fyrir að hafa keypt stofnfjárbréfin á yfirverði og með því valdið Byr tjóni sem að öllu jöfnu hefði lent á Ragnari og Jóni Þorsteini og síðan á MP banka. Styrmir Þór var einnig ákærður í málinu fyrir peningaþvætti, fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri MP banka látið bankann taka við fé sem hann átti að vita að hefði skilað sér til bankans með umboðssvikum.

Sérstakur saksóknari ákærði þremenninganna vegna málsins. Þetta var fyrsta ákæra embættisins.

Styrmir, Ragnar og Jón Þorsteinn voru sýknaðir í Héraðsdómi. Þeir Ragnar og Jón voru síðan dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í júní í fyrra. Máli Styrmis var hins vegar vísað aftur í hérað. Eins og áður segir hefur hann verið sýknaður í annað sinn af héraðdsómi.