Ástralski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína og eru þeir nú 1,5% sem er lægsta gildi þeirra í sögunni. Er þetta í annað skipti á árinu sem stýrivextir hafa verið lækkaðir, en ríkisstjórnin reynir nú að draga úr verðhjöðnun og halda aftur af því að gjaldmiðillinn sé of sterkur.

Ástralski dalurinn er nú 0,756 Bandaríkjadalir, en á tímabili var hann kominn niður í 0,7486 þegar hann var hvað sterkastur.

Framvirkir samningar virðast meta að það séu 68% líkur á að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar fyrir desember.  Að sama skapi lækkaði ávöxtunarkrafan á þriggja ára ríkisskuldabréfum iður í 1,39%.

Seðlabankastjórinn í Ástralíu, Glenn Stevens sem fer á eftirlaun í næsta mánuði sagði á fundinum að „stjórnin mat það svo að möguleikinn á sjálfbærum hagvexti í hagkerfinu, með verðbólgu sem næði markmiðum bankans, myndi verða bætt með því að lækka stýrivexti á þessum fundi.“

Tölur hafa sýnt að verðbólga í landinu hefur náð 17 ára lágmarki og er langt undir verðbólgumarkmiði bankans á milli 2 til 3%, sem mælir fyrir um að hagkerfið þurfi að vaxa hraðar ef verðhjöðnun ætti ekki að festast í sessi.