Mörg fylki Bandaríkjanna haft tæmt atvinnuleysistryggingasjóði sína og hafa sum þeirra þegar skorið niður greiðslur til atvinnulausra.

Flest fylkin greiða bætur í 26 vikur. Atvinnulausir geta fengið áframhaldandi greiðslur frá fylkjunum og alríkissjóðnum en þó aldrei meira en í 99 vikur.

Michigan og Missouri fylki hafa fækkað vikum þar sem greiddar eru bætur úr 26 í 20 vikur. Arkansas hefur fækkað vikum í 25 og Flórída mun að öllum líkindum einnig skerða bótagreiðslur.  Þar er atvinnuleysi 11,1%.

Atvinnulausir í Bandaríkjunum fá að meðaltali 300 dali á viku í bætur, en greiðslur taka mið af launum í fyrra starfi.  Bæturnar er skattskyldar.

  • Atvinnuleysisbætur frá fylki 20-26
  • Neyðaratvinnuleysisbætur Tier 1 20
  • Neyðaratvinnuleysisbætur Tier 2 14
  • Neyðaratvinnuleysisbætur Tier 3 13
  • Neyðaratvinnuleysisbætur Tier 4 6
  • Framlenging bóta (13 vikur + 7) 20
  • Heilarfjöldi vikna 93-99