John Ashton einn af fremstu læknum Bretlands hefur kvatt landa sína til að stytta vinnuvikuna um einn dag. En hann telur að fjögurra daga vinnuvika muni minnka vinnu tengdu álagi, hjálpa fjölskyldum að eyða meiri tíma saman og hreyfa sig og draga úr atvinnuleysi.

Með því að fækka vinnudögum mætti draga úr heilsukvillum líkt og háum blóðþrýstingi og geðröskunum sem tengjast of mikilli vinnu eða atvinnuleysi segir prófessor John Ashton í samtali við The Guardian . Hann segir álagið sem starfsmenn eru undir vegna tíma sem þeir eyða á skrifstofunni og áhyggjur af veikindadögum spila stórt hlutverk í auknum geðröskunum.

Ashton bendir einnig á að fjögurra daga vika gæti leyst vandamál samfélags þar sem hluti af íbúum vinna of mikið, en annar hluti fær ekki vinnu. ,,Hádegismatartíminn er horfinn fólk borðar bara samlokur við skrifborðið og heldur störfum sínum áfram," segir Ashton, en hann er yfirmaður 3300 heilsu sérfræðinga sem vinna fyrir heilbrigðiskerfi Bretlands.

Bretar vinna eina lengstu vinnuviku í Evrópu sem hefur ollið miklu álagi og svefnröskunum því skila Bretar minni árangri á vinnumarkaði og þurfa oft að taka sér veikindaleyfi.

Samkvæmt könnun YouGov eru 57% breska starfsmanna hlynntir því að stytta vinnuvikuna og að 71% trúa því að það myndi gera Bretland að hamingjusamari landi.