Jonathan Elliot, yfirmaður í áströlsku fjármálaráðgjafarfyrirtæki hafði þann kost einan að vinna fimm stunda vinnudag eftir að eiginkona hans og nýbökuð móður hóf krabbameinsmeðferð. Elliot þessi komst fljótt að því að hann afkastaði jafnmiklu á fimm klukkutímum og hann gerði á átta.

Þess vegna lét hann það boð út ganga að starfsmenn hans þyrftu nú aðeins að vinna fimm tíma vinnudag. Fólk gat því mætt um átta eða níu og verið komið út á golfvöll eða heim til barnanna sinna klukkan eitt eða tvö. Móttakan var eftir sem áður opin hefðbundinn skrifstofudag og mikilvægum málum var sinnt. Niðurstaðan varð svo jákvæð að Elliot hefur ekki í hyggju að lengja vinnudaginn aftur.

Í frétt á vef FT er rætt við rekstrarstjóra fyrirtækisins sem segir að veikindadagar heyri nú næsta sögunni til, ráðningar hafi aldrei gengið betur og ráðgjafar fyrirtækisins slá hvert metið á fætur öðru í að laða viðskiptavini að fyrirtækinu. Í fréttinni segir einnig að nú tíðkist ekki innan fyrirtækisins að hanga í vinnunni til fimm til að uppfylla vinnuskyldu eða bíða þangað til yfirmaðurinn er farinn. Slíkt þyki ekki lengur eftirsóknarvert.