Bandaríska flugmálastofnunin FAA hefur gefið út hvaða aðgerða þurfi að grípa til áður en Boeing 737 Max vélarnar fljúi á ný. Frá þessu er greint á vef BBC .

Boeing 737 Max vélarnar hafa verið á jörðu niðri síðan í mars 2019 í kjölfar tveggja banvænna flugslysa sem varð 346 manns að bana.

Meðal aðgerðanna eru uppfærsla á stýrikerfi vélanna og verklagsreglur. Búist er við að vélarnar verði farnar í loftið snemma á næsta ári.

„Við erum að vinna náið með flugmálayfirvöldum til þess að tryggja að vélarnar verði öruggar þegar þær fara í loftið á ný. Það er mikið verk að vinna framundan þó," segir talsmaður Boeing í samtali við BBC.