Framkvæmdir geta hafist á Grímsstöðum á Fjöllum á vegum kínverska fjárfestisins Huang Nubo eftir tvö til þrjú ár. Þetta segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings.

Fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 sagði frá því í hádegisfréttum, að stutt sé í að vænta að Nubo skrifi undir samninga um afnot af Grímsstöðum á Fjöllum.

Eins og áður hefur verið fjallað um hefur Nubo sýnt því mikinn áhuga að setja þar á fót ýmsan rekstur á borð við hótel og golfvöll. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra neitaði Nubo um leyfi til að kaupa landsvæði í gegnum einkahlutafélagið Beijing Zhongkun Investment Group en nú er stefnan sett á að landsvæði á Grímsstöðum á Fjöllum verði tekið á leigu af félagi Nubo til lengri tíma. Félaginu sem var neitað um kaupin er annar eiganda hins nýja félags.