Norsk yfirvöld hafa hjálpað til við að staðfesta sendingu af 60 tonnum af hráu úrani til Íran frá Kasakstan. Sendingin er liður í alþjóðlegum kjarnorkusamningi Íran sem dregur úr getu Írana til að framleiða kjarnavopn í skiptum fyrir afnám viðskiptaþvingana gegn landinu.

Íranir fá hrátt úran í skiptum fyrir að hafa sent megnið af því auðguðu úrani sem það hafði að geyma til Rússlands í gær samkvæmt samningnum.

Standi Íranir við öll atriði samningsins verður viðskiptaþvingunum gegn landinu aflétt. Líklegt þykir að fregnir af úranflutningi gærdagsins og dagsins í dag hafi haft sína sögu að segja við lækkun olíuverðs . Þegar viðskiptaþvingunum verður aflétt er útlit fyrir að olíuframboð muni aukast umtalsvert en olía jafngildir um 52% af heildarútflutningstekjum Íran.