*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 26. nóvember 2011 14:33

Styttist í innrás Zorblobbanna

Von á nýjum leik frá íslenskum tölvuleikjaframleiðanda.

Ritstjórn

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Fancy Pants Global mun gefa út nýjan leik fyrir iPhone síma og iPad spjaldtölvur á næstunni. Í kjölfarið er ætlunin að gefa leikinn út fyrir Android síma og spjaldtölvur.

Elías R. Ragnarsson, yfirhönnuður hjá Fancy Pants, segist vona að leikurinn komi út í desember.

Leikurinn Zorblobs er skotleikur þar sem spilarar takast á við innrás heilalausra vélmenna frá geimnum, svokallaðra Zorblobba.

„Við höfum hugsað þetta sem svo að við séum að skapa heim, en ekki bara einn leik. Við ætlum að búa til fleiri leiki um Zorblobba og jafnvel teiknimyndasögur. Það eru margar skemmtilegar sögur sem við getum sagt um innrás Zorblobba og viðbrögð mannkynsins við henni.“