Þetta uppgjör er í takt við fyrri uppgjör þar sem afkoma eykst og kostnaður dregst saman á sama tíma. Að sögn Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS Greiningu var uppgjörið í samræmi við væntingar en að helstu neikvæðu tíðindin hafi borist frá Færeyjum. „Farsímatekjur í Færeyjum drógust saman um 8% á 2F í samanburði við fyrra ár, að sögn vegna reglubreytinga og samkeppni í reikiverði, en Færeyjar gefa tæplega 15% af heildartekjum Fjarskipta,“ segir hann en bætir því við að fregnir af frá­ gangi samrekstrar farsímakerfa Vodafone við Nova og mat á fjárhagslegum áhrifum þess samstarfs hafi málað bjarta mynd af framtíð fjarskiptafélagsins.

Mikill sparnaður

Helsti sparnaðurinn af samrekstrarmálinu felst í því að árlegur rekstrarkostnaður farsímakerfis mun lækka um 200 millj­ ónir króna á næstu þremur árum en sparnaðurinn skiptist til helminga á milli fyrirtækjanna. Uppistaðan í hagræðingunni að mati Jóhanns er næstum 30% fækkun senda. „Áætlað er að árleg fjárfestingarþörf vegna kerfisins lækki sem nemur um 0,3% af tekjum Fjarskipta frá næsta ári, sem eru 4045 mkr. á næstu árum,“ segir hann. „Þetta, ef það gengur eftir, hefur að öðru jöfnu jákvæð áhrif á rekstur og virði Fjarskipta.

Hitt ber að hafa í huga að tiltölulega stór hluti sjóð­ streymis fjarskiptafyrirtækja fer í fjárfestingar og tækni og markaðir eru kvikbreytilegir í þessari grein. Því er óvissara um heildarfjárfestingarþörf félags eins og Fjarskipta til langs tíma litið en núverandi við­ mið félagsins er að 10,5-11,5% af veltu fari í fjárfestingar.“ Samkvæmt fjárfestakynningu Vodafone fyrir uppgjörið er stefnt að því að formlegum frágangi vegna samrekstursins verði lokið fyrir mánaðamótin.

Nánar er fjallað um málið í fylgiriti Viðskiptablaðsins Úr kauphöllinni. Áskrifendur geta nálgast blaðið með því að smella á hlekkinn Tölublöð .