Farið er að styttast í næsta vaxtaákvörðunarfund seðlabankans í Bandaríkjunum, en vaxtatilkynningar er að vænta 11. desember nk. og þykir sýnt að vextir verði lækkaðir eftir ummæli Bernanke, formanns bankaráðs seðlabankans, og Kohn varaformanns í vikunni sem leið, samkvæmt því sem segir í Morgunkorni Glitnis.

Bernake og Kohn sögðu hagvaxtarhorfur hafa versnað meira en búist var við eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund bankans sem var í lok október. Greining Glitnis segir að markaðsaðilar munu fylgjast vel með þeim vísbendingum sem koma fram um stöðu hagkerfisins í vikunni.