Lítið þokar í kjaraviðræðum flugmanna hjá Icelandair. Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að forsvermenn fyrirtækisins hafi fundað með fulltrúum Félags íslenskra atvinnuflugmanna í gær. Formenn samninganefndanna voru þó ekki á fundinum.

Næsti fundur í kjaradeilunni verður á mánudaginn en flugmenn hafa hafnað eins árs samningi, með almennri launahækkun upp á 2,8%. Það er samskonar samningur og Samtök atvinnulífsins gerði við aðildarfélög Alþýðusambands Íslands.

Flugmenn Icelandair hafa boðað til 12 tíma verkfalls á föstudaginn, 9. maí. Ef ekki tekst að semja hafa samskonar verkfallsaðgerðir verið boðaðar 16. og 20. maí en sólarhringsverfall hefur verið boðað 23. og 30. maí.