Engar eignir fundust í þrotabúi Suðurlandsvídeós á Selfossi. Vídeóleigan var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Suðurlands 10. apríl síðastliðinn.

Leigan bætist í hóp myndbandaleiga sem týnt hafa tölunni en frá árinu 1990 til ársins 2012 fækkaði þeim úr 200 í 52. Má þar nefna Bónusvídeó sem varð úrskurðað gjaldþrota í júní árið 2009 og Grensásvídeó sem lokaði í febrúar síðastliðnum. Suðurlandsvídeó var með elstu myndbandaleigum landsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .