Tölur Hagstofunnar um gjald­þrot og nýskráningar fyrir­ tækja eftir landshlutum frá árinu 2008 sýna að hlutfall gjald­þrota fyrirtækja á hvert nýskráð hefur lækkað undanfarin misseri eftir mikla hækkun eftir bankahrunið. Fjöldi nýskráninga og gjaldþrota er mestur á höfuðborgarsvæðinu.

Á landinu öllu voru gjaldþrot flest á árinu 2011 þegar 1578 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Á þessu ári hafa alls 615 fyrirtæki verið tek­in til gjaldþrotaskipta, sem er um þriðjungi færri þrot en á sama tíma í fyrra en svipað og árið 2010 þegar 605 fyrirtæki höfðu verið tekin til gjaldþrotaskipta eftir fyrstu 7 mánuði ársins.

Eini landshlutinn þar sem enn sér ekki fyrir endann á þessari þróun eru Suðurnes en þar er hlutfallið tæp 149% og hefur hækkað frá síðasta ári þegar það var tæp 147%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.