Mér þykir það umhugsunarefni hvernig barnaverndaryfirvöld ætla að bregðast við þessu og mér þykir alvarlegt ef mæður eru að fara með ungar dætur sínar í þessa tíma,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Feministafélags Íslands, en Pole Sport heilsurækt auglýsir námskeið fyrir 12-15 ára gömul börn.

„Einnig er mjög umhugsunarvert að almannafé fari í að greiða niður súludansþjálfun fyrir ungar stelpur, með frístundakorti Reykjavíkur. Tengingin við súludans/nektardans er mjög sterk, það leikur enginn vafi á því. Ég lít á þetta sem afsprengi klámvæðingar og þetta er eins og blaut tuska í andlitið þegar horft er til þeirrar mikilvægu og góðu umræðu sem fer nú fram um nauðsyn þess að börn fái að vera börn í friði fyrir klámvæðingunni,“ segir Steinunn.

Halldóra Kröyer, einn af eigendum Pole Sport, segir að viðbrögðin við námskeiðinu hafi aðallega verið jákvæð. „Þetta er auðvitað bara íþrótt eins og hvað annað og við hvetjum fólk að koma í prufutíma, bæði börn og fullorðna og bæði kynin,“ segir Halldóra.