Samkeppniseftirlitið ætlar að vekja athygli fjármálaráðuneytis á því að einungis framkvæmdalán Íbúðalánasjóðs sem tekin eru vegna framkvæmda á húsnæði mynda stofn til vaxtabóta en ekki lánastofnunum sem veita sambærileg lán.

Þetta kemur fram í svari Ingu H. Jónsdóttur, lögfræðings Samkeppniseftirlitsins, við ábendingu á netmiðlinum Spyr.is .

Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa veitt framkvæmdalán sem þessi og þarf að framvísa kvittunum frá verktökum til að fá þessi lán.

Í svari sínu segir Inga að rétt sé að taka fram að löggjafinn geti í einstökum tilvikum ákveðið að fyglja ekki markmiðum samkeppnislaga við mótun og setningu sérlaga.