Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi rétt í þessu að menn gerðu sér ekki nægilega mikla grein fyrir efnahagslegri stöðu Íslendinga samþykkti Alþingi ekki Icesave-ríkisábyrgðina.

Þetta kom fram í máli hennar við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Hún útskýrði ummælin ekki nánar en sagði í svari sínu við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, að sumar þær tillögur um mögulegan fyrirvara við ríkisábyrgðina væru beinlínis til þess fallnar að fella Icesave-samningana.

Bjarni sagði meðal annars að ekki dygði að koma með málamyndafyrirvara við ríkisábyrgðina.