Það var sumarbragur á Kauphöllinni í dag, enda júnímánuður senn á enda. Mest viðskipti voru með bréf í Icelandair Group en þau námu 26 milljónum króna. Næstmest viðskitpi voru með bréf í N1 sem námu 13 milljónum króna og þar á eftir kom VÍS með þrettán milljóna króna veltu.

Velta á skuldabréfamarkaði var venju samkvæmt öllu meiri, einkum með óverðtryggð bréf. 1219 milljóna króna velta var með bréf í flokknum RIKB 22og 877 milljóna króna velta með bréf í flokknum RIKB 20. Þá var 711 milljóna króna velta með bréf í flokknum RIKB 16. Öllu minni velta var með bréf í öðrum skuldabréfaflokkum.