Velta með hlutabréf á Aðallista Nasdaq Iceland nam tæpum 526 milljónum króna, í 60 viðskiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,29% í dag, en mest hækkun var á bréfum N1, eða um 1,28% í sjö viðskiptum þar sem heildarvelta nam tæpum 58 milljónum króna.

Mest lækkun var aftur á móti með bréf í Össuri, sem lækkuðu um 2%. Velta með bréfin nam um 12.650.000 í tveimur viðskiptum.

Mest velta var með bréf Sjóvár, eða um rúmar 111 milljarða króna í sex viðskiptum. Gengi á bréfunum hækkaði um 0,09% í dag.

Gengi á skuldabréfamarkaði lækkaði um 0,16%. Gengi á verðtryggðum bréfum lækkaði um 0,08% en um 0,33% á óverðtryggðum bréfum. Velta á skuldabréfamarkaði nam 11,5 milljörðum króna. Nokkurt líf var því yfir skuldabréfamarkaði, á sama tíma og lítil velta var með hlutabréf.