Félög, sem annað hvort voru í eigu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, eða skráð voru á lögmann hans, hafa nú verið skráð á eiginkonu Magnúsar, Lóu Skarphéðinsdóttur. Tunga eignarhaldsfélag er mun stærra en Háey ehf., en meðal eigna Tungu eru hesthús á Brautarhóli í Biskupstungum og sumarhús á Sólbrekku í Biskupstungum. Tunga á einnig jörðina Sólbrekku, en á Tungu er skráð jörð, ræktunarland og annað land í Sólbrekku. Þá er á Tungu skráð jörðin Borgarhöfn 6 Lækjarhús í Suðursveit.

Eftir að Lóa eignaðist félögin tvö með því að breyta kröfum á félögin í hlutafé voru Háey og Tunga sameinuð undir nafni Tungu og svo skipt upp aftur fjórum mánuðum síðar í félögin Háey og Lækjarhús.Ekki er vitað að svo stöddu hvernig eignir Tungu skiptust milli þessara nýju félaga tveggja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.