Sumarhús eru mörgum til yndisauka en ekki endilega skynsöm fjárfesting eins og lesa má um í danska viðskiptablaðinu Börsen. Þar bendir fjármálaráðgjafi á að sem fjárfesting séu sumarhús verri fjárfesting en bæði hlutabréf og skuldabréf.

Þar kemur fram að í Danmörku þarf að leigja sumarhús í 11 ár til að fá upp í kaupverðið, þá er ekki tekið tillit til viðhaldskostnaðar. Þannig má segja að ávöxtunarkrafan til þeirra hafi aukis verulega á síðustu árum

Rétt eins og Íslendingar hafa Danir verið duglegir að byggja og kaupa sumarhús undanfarin ár.