Úr viðtali Viðskiptablaðsins við Zhang Weidong, kínverska sendiherrann á Íslandi:

Hefur þú upplifað eitthvað sérkennilegt frá því að þú komst hingað?

„Já, rotinn hákarl! Ég smakkaði hann og líka skötu. Ég hef líka bragðað íslenskt lambakjöt og auðvitað brennivín. Þetta fór allt ágætlega saman. Mér skilst að eitthvað af þessu hafi verið hluti af mataræði Íslendinga af illri nauðsyn,“ segir Zhang Weidong og hlær.

Ég verð að spyrja þig, hefur þú smakkað hundakjöt?

„Ég smakkaði hundakjöt þegar ég var ungur, í þorpinu sem ég ólst upp í. Sumir í Kína ala hunda. Sumir þeirra gera það til að eiga varðhunda fyrir heimilið og aðrir gera það í manneldisskyni. Ég veit að Vesturlandabúar átta sig ekki á þessari hugmynd, því þar er litið á hunda sem vini mannsins. Sumir líta hesta sömu augum, en aðrir borða kjötið af þeim, þó það sé kannski ekki vinsælt.“

„Í Kína eru hundar borðaðir í sumum þorpum, alveg eins og svín eru borðuð hér á Íslandi. Á Vesturlöndum borða allir kjúkling. Við verðum að bera virðingu fyrir hefðum ólíkra menningarheima í ólíkum löndum. Og á þeim nótum, þá myndi ég ekki bjóða þér, manni frá Íslandi, upp á hundakjöt ef þú myndir heimsækja mig í Kína. Það væri einfaldlega ekki við hæfi. Matarmenning þjóða er einfaldlega ólík.“

Ítarlegt viðtal er við Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .