Hluti starfsmanna sem starfað hefur á vegum ÍAV við byggingu tónlistarhússins hefur sendur í önnur verkefni á vegum ÍAV. Aðrir hafa verið sendir heim tímabundið án þess þó að vera sagt upp störfum.   Framkvæmdir við bygginguna áttu að hefjast að nýju 5. janúar eftir jólafrí. ÍAV ákvað hins vegar að fresta framkvæmdum þar sem félagið átti útistandandi yfir 800 milljónir króna sem ekki höfðu fengist greiddar vegna þriggja mánaða vinnu.   Þegar flest var störfuðu vel á þriðja hundrað manna á staðnum, en auk þess hefur fjöldi undirverktaka komið að verkinu þar fyrir utan bæði hér á landi og erlendis. Þar er m.a. um að ræða kínverska verktaka sem unnið hafa að smíði glerhjúpsins á bygginguna.