Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur gott vald á málinu og á tiltölulega auðvelt með hrífa fólk með sér. Hann talar skýrt svo að fólk skilur. Þó á hann það til að glotta um of þegar hann talar og minnkar það ímynd hans um einlægni og trúverðugleika, þó ekki mikið.

Hallgrímur Óskarsson.
Hallgrímur Óskarsson.
© Pressphoto (Pressphoto)

Þetta er mat Hallgríms Óskarssonar, ímyndar- og samskiptaráðgjafa,um niðurstöðu nýafstaðinna alþingiskosninga. Viðskiptablaðið fékk Hallgrím til að fara yfir helstu áherslumál stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar og greina þau, og eins stöðu og ímynd formanna flokkanna.

Um Sigmund Davíð segir hann:

„Varðandi það að vera aðlaðandi þá er ímynd Sigmundar Davíðs nokkuð tvískipt því sumum finnst hann aðlaðandi, vera krúttlegur, þéttholda drengur með sveitalegt yfirbragð, en öðrum finnst hann þó ekki vera neitt sérstaklega aðlaðandi. Það er þó ekki sérstakt áhyggjuefni ef hann nær að láta góð verk tala í sátt við sína þjóð. Fólk hefur nefnilega allmikla trú á getu Sigmundar til verka en hefur þó varann á og hann má ekki misstíga sig mikið til að sú ímynd falli hratt. Hann er því með margt með sér sem leiðtogi og ef hann slípar sig enn betur til þá getur hann komist í langvarandi þungavigtarflokk með tímanum en til þess þarf krúttlega drengsímyndin að minnka og hann að sýna þungavigt í verkum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.