Nýherji hf. keypti í dag eigin bréf, samtals 46.300.000 hluti á genginu 13,8. Um er að ræða 18,67% af útgefnu hlutafé félagsins og eru Sund ehf. og fleiri seljendur bréfanna. Eftir kaupin á Nýherji 19,3% af eigin bréfum en Sund, sem átti 17%, á ekkert lengur í félaginu en var áður næst stærsti hluthafinn.

Í framhaldi af kaupunum mun stjórn félagsins bjóða hluthöfum forkaupsrétt að hlutabréfum með það fyrir augum að eignarhluti félagsins í sjálfu sér fari undir 10%. Skilmálar verða kynntir hluthöfum á næstunni.

Eigendur Sunds eru, Gunnþórunn Jónsdóttir, Jón Kristjánsson og Gabríela Kristjánsdóttir.

Stærstu hluthafar í Nýherja miðað við 31. desember 2005 - Heildarfjöldi hluthafa var þá 347.

1. Vogun hf. 23,9%
2. Sund ehf. 17,0%
3. Áning-fjárfestingar ehf. 11,5%
4. Gildruklettar ehf. 7,3%
5. Benedikt Jóhannesson 5,1%
6. Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. 4,5%
7. Den Danske Bank A/S 4,3%
8. Benedikt Sveinsson 3,4%
9. Einar Sveinsson 2,4%
10. Þórður Sverrisson 2,1%