Þann 13. Mars s.l. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um samruna Sundagarða hf. og Borgarnes Kjötvara ehf.

Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit laganna þar sem veltuskilyrði ákvæðisins eru uppfyllt.

Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.

Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli samkeppnislaga