Um 273 þúsund gestir heimsóttu Vesturbæjarsundlaug í fyrra en árið áður voru sundgestirnir 237 þúsund talsins. Endurbæturnar á útisvæðinu og nýir heitir pottar skýra þessa miklu aukningu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Betri aðstaða útskýrir margt. Einnig höfum við hér á bæ verið svo heppin að ná tengingu við alþjóðlega listviðburði eins og RIFF og Iceland Airwaves. Það hefur ratað í fjölmiðla og sú kynning skilar sér,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður í Vesturbæ í samtali við Morgunblaðið.

Í Grafarvori og Árbæ hefur gestum hinsvegar fækkað. Hafliði segir það vera vegna samkeppninnar við laugar þar sem eru leiktæki og góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk.