Styrktaraðilar bandaríska sundmannsins Ryan Lochte hafa sagt upp stuðningi sínum við hann.

Lochte hafði logið um það að hafa verið rændur af lögreglumanni í Ríó, á meðan Ólympíuleikarnir í stóðu yfir.

Tvö bandarísk stórfyrirtæki - Ralph Lauren og Speedo - hafa dregið til baka styrki sína til sundmannsins, þar sem að þau telja að framkoma hans hafi ekki endurspeglað gildi fyrirtækjanna.

Talið er að Lochte tapi styrktarsamningum upp á 1-2 milljónir dala. Alls hafa fjögur fyrirtæki dregið stuðning sinn við kappann til baka.