*

föstudagur, 28. janúar 2022
Fólk 4. janúar 2022 14:47

Sunna nýr ráðgjafi hjá RR ráðgjöf

RR ráðgjöf hefur ráðið til sín Sunnu Rúnarsdóttur, viðskiptafræðing, en hún snýr aftur til starfa að loknu M.Sc. námi hjá Háskólanum í Árósum.

Ritstjórn
Sunna Rúnarsdóttir, nýr ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem er staðsett í Skipholti.
Aðsend mynd

Sunna Rúnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá RR ráðgjöf. Þetta kemur fram í tilkynningu. Sunna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og snýr aftur til starfa hjá RR ráðgjöf að loknu M.Sc. námi í Stefnumótun, stjórnun skipulagsheilda og leiðtogafræðum frá Háskólanum í Árósum.

Stærstu verkefni RR ráðgjafar eru í stefnumótun og stjórnun breytingaverkefna, auk stjórnsýslu- og rekstrarráðgjafar. Sameiningar sveitarfélaga hafa verið stór þáttur í starfsemi félagsins undanfarin ár. Þá er innleiðing breytinga sem leiða af nýjum lögum um farsældarþjónustu fyrir börn og fjölskyldur nýr og vaxandi þáttur í starfsemi félagsins.

Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóri RR ráðgjafar:

„RR ráðgjöf hefur markað þá stefnu að vera leiðandi í þjónustu við sveitarfélög og aðra opinbera aðila. Reksturinn hefur rúmlega tvöfaldast á árinu og verkefnastaðan fyrir næsta ár er góð. Styrkleikar Sunnu liggja í stefnumótun, verkefnastjórn og breytingastjórnun og hún mun styrkja þá þætti í starfsemi félagsins.