Sveitarfélögin Ásahreppur, Flóahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Rangárþing ytra sem öll liggja að Þjórsá og sveitarfélagið Ölfus skoða nú möguleika á að stofna eigið orkufyrirtæki á Suðurlandi.  Er hugmyndin að virkjanamál innan þessara sveitarfélaga verði tekin úr höndum Orkuveitu Reykjavíkur og virkjunaráform Landsvirkjunar í Neðri- Þjórsá verði yfirtekin.

Örn Þórðarson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, vill að sveitarfélög á Suðurlandi yfirtaki Titan samninga vegna virkjana við Þjórsá og taki virkjanaráformum Orkuveitu Reykjavíkur líka í sínar hendur.

„Við erum með þetta í skoðun hjá lögfræðingum og höfum verið að ráðfæra okkur við fjárfesta og sérfræðinga í orkumálum hvernig staðið yrði að slíku. Jafnvel að stofna sunnlenskt orkufyrirtæki sem tæki að sér að virkja sunnlenska orku og nýta hana í heimabyggð," segir Örn

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .