Ávísunin sem var notuð til að greiða fyrir réttinn að myndasögunni um Superman af skapara hans var seld á uppboði fyrir 101 þúsund Bandaríkjadali. Jerome Siegel og Joe Shuster frá Cleveland fengu 130 Bandaríkjadali fyrir höfundaréttinn að Superman. Þeir reyndu síðar að eignast réttinn aftur fyrir dómstólum þegar ljóst var hversu mikil verðmæti fólust í Superman.

Ávísunin upp á 130 Bandaríkjadali þykir því marka upphafið að hinum heimsþekktu teiknuðu ofurhetjum Superman, Batman og Spiderman meðal annars. Þrátt fyrir að 130 Bandaríkjadalirnir séu nú um 2.300 Bandaríkjadalir miðað við verðbólgu eru þetta aðeins aurar miðað við tekjurnar sem Superman hefur skapað eigendum sínum.