Súrefni gerir öllum kleift að taka ábyrgð á eigin kolefnisfótspori með kolefnisbindingu í skógrækt. Fyrirtækið býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á sérsniðna þjónustu til að draga úr eigin kolefnisfótspori og binda umframlosun.

Súrefni styðst við vottunarferli kolefnisbindingar með skógrækt samkvæmt gæðakerfi Skógræktarinnar, Skógarkolefni, og vinnur í nánu samstarfi við Skógræktina. Skógræktina . Félagið stefnir á að öll gróðursett verkefni verði vottuð  af iCert vottunarstofu og verða öll verkefni Súrefnis skráð í nýstofnaða Loftslagsskrá Íslands (ICR) .

Geir Sigurður Gíslason, sölustjóri Súrefnis, segir mikla grósku í þessum iðnaði. „Súrefni starfar á þeim forsendum að tryggja viðskiptavinum sínum kolefnisbindingu með bestu fáanlegu aðferðum. Súrefnisskógarnir koma til með að skapa kolefnisjöfnunareiningar sem viðskiptavinir okkar munu eiga tilkall til.

Reglulegar vísindalegar mælingar á skógrækt hérlendis undanfarna áratugi gera okkur kleift að spá með áreiðanlegum hætti fyrir um væntanlega kolefnisbindingu í nýskógrækt á Íslandi. Þegar skógurinn vex upp verða Súrefnisskógarnir mældir með sama hætti og út frá þeim mælingum verða hinar vottuðu kolefniseiningar til. Farið er eftir reglum eða gæðakerfi Skógarkolefnis. Reglulega eru allir þættir ferlisins teknir út og vottaðir af iCert vottunarstofu til að tryggja gæðin.

Í kolefnisjöfnun eru engar skyndilausnir til. Grænar lausnir sem bera raunverulegan árangur eru langhlaup og að kolefnisjafna eigin losun er framtíðarfjárfesting. Eftir 10 ár frá gróðursetningu er umtalsverð kolefnisbinding komin í gang í nýjum skógi. Eftir 20 ár er hún orðin veruleg og nær hámarki í kringum 30 ára aldur skógarins.

Það stærsta sem tefur fyrir bindingu í skóginum er að bíða með ræktunina. Ég hvet því alla til að byrja strax!"